Tenglar

9. júní 2011 |

Andrea Björnsdóttir kjörin oddviti Reykhólahrepps

Andrea Björnsdóttir.
Andrea Björnsdóttir.
Á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í dag tilkynnti Gústaf Jökull Ólafsson að hann gæfi ekki kost á sér á ný í embætti oddvita hreppsnefndar. Eftir kosningarnar á síðasta ári var hann endurkjörinn oddviti til eins árs en Andrea Björnsdóttir var kjörin varaoddviti. Á fundinum í dag var Andrea kjörin oddviti með atkvæðum allra hreppsnefndarmanna nema hvað hún sjálf sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Eiríkur Kristjánsson var með sama hætti kjörinn varaoddviti. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir og Sveinn Ragnarsson voru kjörin skrifarar.

 

Hreppsnefndin þakkaði Gústaf Jökli fyrir oddvitastörf hans í þágu Reykhólahrepps og bauð jafnframt nýjan oddvita velkominn til starfa.

 
Þess má geta, að við sveitarstjórnarkosningarnar á síðasta ári báðust þrír af fimm hreppsnefndarmönnum í Reykhólahreppi undan endurkjöri eins og þeir höfðu rétt til. Í þeim hópi voru það einungis þeir Gústaf Jökull og Sveinn Ragnarsson sem báðust ekki undan kjöri í hreppsnefnd.
 

Athugasemdir

Ingvar Samuelsson, fimmtudagur 09 jn kl: 22:35

Flott Andrea, til hamingju með oddvitastarfið. Kv Ingvar Samúelsson

Hanna Lára, fstudagur 10 jn kl: 08:47

Til hamingju Andrea :)

Indiana Svala Ólafsdóttir, fstudagur 10 jn kl: 13:25

Til hamingju Adda mín með nýja starfið.

kolbrún lára myrdal, fstudagur 10 jn kl: 17:40

Til lukku Adda

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30