Tenglar

19. febrúar 2010 |

Andstaða við nafngiftina Þröskuldar

Samgönguráðherra opnar nýja veginn með aðstoð vegamálastjóra.
Samgönguráðherra opnar nýja veginn með aðstoð vegamálastjóra.
Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að kenna nýja veginn um Arnkötludal og Gautsdal við Þröskulda. Að minnsta kosti virðast margir sáróánægðir með Þröskuldanafnið, sem dregið er af kennileiti á þessari leið milli Reykhólahrepps og Stranda. Meðan unnið var að gerð vegarins var að jafnaði talað um Arnkötludalsveg en Þröskuldaheitið kom til sögunnar í vetur eftir að vegurinn hafði verið opnaður.
 
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, hefur ritað grein þar sem hann gagnrýnir þessa nafngift. Arnar S. Jónsson, ferðaþjónn og framkvæmdastjóri Sauðfjárseturs á Ströndum, segir að vegarheitið Þröskuldar feli í sér huglæga merkingu þannig að fólk skynji að leiðin sé ákveðin hindrun eða þröskuldur. Ýmsir fleiri hafa látið í ljós andstöðu sína við Þröskuldaheitið.

 

Tíminn einn mun væntanlega leiða í ljós hver niðurstaðan verður í þessu máli og hvaða nafngift festist í sessi í daglegu tali.

 

Grein Halldórs Halldórssonar

 

15.12.2009  Líklegt að talað verði um veginn um Þröskulda

14.10.2009  Hressilegur blástur við borðaklippingu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30