Tenglar

14. janúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Anna Björg stýrir Strandagaldri

Anna Björg Þórarinsdóttir. mynd Strandagaldur
Anna Björg Þórarinsdóttir. mynd Strandagaldur
1 af 3

Anna Björg Þórarinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Strandagaldurs, sem er sjálfseignarstofnunin sem stendur á bak við uppbyggingu og rekstur Galdrasýningar á Ströndum. Anna Björg er með háskólapróf í ferðamálafræði og þýsku frá Háskóla Íslands og skrifaði á sínum tíma lokaverkefni sitt um þróun og starfsemi Strandagaldurs.

 

Síðar starfaði Anna Björg um tíma á Galdrasýningunni og Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík sem hefur síðustu árin verið samstarfsverkefni Strandagaldurs og sveitarfélagsins Strandabyggðar. Hún hefur því bæði reynslu og þekkingu á starfseminni. Að auki hefur Anna Björg fjölbreytta reynslu á sviði ferðamála og er menntaður leiðsögumaður.

 

Stöðunni sem Anna Björg tekur við gegndi áður Sigurður Atlason, en hann lést þann 20. nóv sl. Hann var framkvæmdastjóri frá stofnun Strandagaldurs. Galdrasýningin var opnuð árið 2000 en upphaf þessarar starfsemi má rekja til ársins 1996.

 

Stjórn Strandagaldurs skipa nú; Jón Jónsson, Magnús Rafnsson, Ólafur Ingimundarson, Þórunn Einarsdóttir og Valgeir Benediktsson.

 

Anna Björg er upprunnin hér í Reykhólasveit, dóttir þeirra Katrínar Vestmann Þóroddsdóttur og Þórarins Sveinssonar sem voru bændur í Hólum.

  

Athugasemdir

Svavar Gestsson, mnudagur 14 janar kl: 21:49

Til hamingju!

Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, rijudagur 15 janar kl: 15:04

Já, líst vel á Önnu Björgu.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30