Tenglar

16. maí 2012 |

Anna Greta verður skólastjóri á Reykhólum

Anna Greta Ólafsdóttir.
Anna Greta Ólafsdóttir.

Samþykkt var á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í kvöld að Anna Greta Ólafsdóttir verði ráðin skólastjóri sameinaðra skóla á Reykhólum, Leikskólans Hólabæjar og Reykhólaskóla. „Ég lauk B.Sc.-gráðu í íþróttafræðum frá Laugarvatni árið 2010 og þaðan fór ég beint í meistaranám í stjórnun á Bifröst. Mín helsta reynsla kemur úr íþróttaheiminum, þar sem ég hef þjálfað fimleika síðastliðin 11 ár. Ég hef fengist við viðburðastjórnun á sviði íþrótta- og menningarmála undanfarin ár,“ segir hún.

 

„Ég tel öflugt skólastarf vera eina af mikilvægustu auðlindum hvers lands. Gott skólastarf leggur grunn að framtíðinni og erfitt að telja upp alla þá kosti sem hljótast af slíku. Það er mér sannur heiður að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum til að byggja upp og viðhalda bjartri framtíð í Reykhólahreppi. Ég er full eldmóðs að hefja störf við mikilvæg málefni hjá öflugu sveitarfélagi,“ segir skólastjórinn nýi í samtali við Reykhólavefinn.

 

Anna Greta verður þrítug í haust. Hún er í sambúð með Bjarna Jóhannessyni, pípara og veiðileiðsögumanni, og saman eiga þau dæturnar Heiðu Láru, 6 ára, og Huldu Brá, 6 mánaða.

 

Fimm gildar umsóknir um starfið bárust.

 

Athugasemdir

Sara Dögg Jónsdóttir, fimmtudagur 17 ma kl: 20:58

Spennandi - Bjarni er alla vega góður pípari!

Ingvar Samuelsson, fimmtudagur 17 ma kl: 21:56

Ingvar Samuelsson.
Glæsilegt, vegni þér vel í nýju starfi til hamingju.

Eyvindur, fstudagur 18 ma kl: 07:28

Til hamingju og velkomin öll.

Einar Örn Thorlacius fyrrv.sveitarstjóri Reykhólahrepps, fstudagur 18 ma kl: 12:24

Já, óska nýjum skólastjóra Reykhólaskóla velgengni í starfi.

Solla Magg, fstudagur 18 ma kl: 21:31

Vertu hjartanlega velkomin og gangi þér vel í nýja starfinu .

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31