26. janúar 2010 |
Annálar tveggja síðustu þorrablóta komnir á vefinn
„Nú er enginn maður með mönnum nema viðkomandi hafi fengið birta af sér mynd í vefútgáfu Spiegel, berrössuðum. Með grein sem hét Í bað með Björk birtist mynd af tveim fermingarstelpum í laug. Við nánari athugun reyndust þetta vera Svana og Sólrún í þarabaði, og betri auglýsingu er varla hægt að fá. Fólk úti í heimi veit nú samt ekkert hvernig þær litu út áður en þær fóru að stunda þaraböðin.“
Ofanritað er svolítið brot úr annálnum árvissa sem Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli flutti á þorrablóti Reykhólahrepps á laugardagskvöldið í fullsetnu íþróttahúsinu á Reykhólum. Annálinn í heild má finna undir Gamanmál í valmyndinni hér vinstra megin og líka er annállinn í fyrra nú kominn þar inn.
Myndirnar frá þorrablótinu 2010 sem hér fylgja tók Þórarinn Ólafsson.