Tenglar

19. febrúar 2012 |

Annar kaffifundur hjá Skruggu

Kátt Skruggufólk í Bjarkalundi.
Kátt Skruggufólk í Bjarkalundi.

Opinn framhaldsfundur (umræðufundur) hjá Leikfélaginu Skruggu verður haldinn í anddyri íþróttahússins á Reykhólum kl. 20 annað kvöld, mánudagskvöld. Þar verða kynntar hugmyndir að áhugaverðum verkefnum fram til vorsins. Sautján manns komu á fundinn fyrir viku og kom sá fjöldi þægilega á óvart. Gulla í Árbæ og Hanna hans Gylfa (mjööög óformlegt orðalag) sáu um kaffi og úrvals meðlæti. Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg), formaður Skruggu, segir að núna verði líka „eitthvað“ með kaffinu.

 

Allir sem vilja kynna sér starfið hjá Skruggu eru velkomnir, alveg sama hvort þeir hyggjast taka þátt í því eða ekki. Hugmyndir að verkefnum eru vel þegnar. Minnt er á, að ýmis störf eru kringum leiksýningu önnur en að koma fram á sviði.

 

Fólk er hvatt til að koma á fundinn - þó ekki væri nema til að sýna sig og sjá aðra og fá sér kaffi og „eitthvað“.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30