Tenglar

30. janúar 2016 |

Annmarkar verði sniðnir af kerfinu

Horfa þarf til byggðasjónarmiða við gerð búvörusamnings. Þetta segir í ályktun fundar Félags þingeyskra kúabænda. Þar er lýst áhyggjum félagsmanna út af drögum að samningi um búvörur, en þau voru kynnt bændum í samninganefnd nýlega.

 

Fundarmenn telja helstu annmarka núverandi kerfis vera viðskiptin með greiðslumarkið. Hægt sé að sníða annmarkana af því kerfi án þess að það sé aflagt. Í því sambandi bendir fundurinn á tillögur hóps eyfirskra bænda, sem virðast uppfylla það skilyrði. Það mark að ekki skuli skerða gripagreiðslur fyrr en við 120 kýr, eða fleiri, sé sett of hátt.

 

„Það er mikilvægt að viðhalda þeirri ímynd að íslenskur landbúnaður verði í sátt við umhverfið, sátt við náttúruna og leggi sig sérstaklega eftir sátt við neytendur,“ segja bændurnir þingeysku í ályktun sinni.

 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30