Ár leiðréttinganna! - Gildir það fyrir eldri borgara?
Fyrir kosningar lofuðu þeir flokkar sem nú mynda ríkisstjórn að afnema allar skerðingar sem eldri borgarar höfðu mátt sæta á kreppuárunnum. Því er nú rétt að líta til þess að þetta verði ár hinna miklu leiðréttinga og hafa opinberir aðilar gefið tóninn í því. Þess vegna hljóta eldri borgarar og aðrir lífeyrisþegar að gera ráð fyrir að þeir fái nú langþráða leiðréttingu á kjaragliðnun síðustu ára og þar með verulega hækkun á lífeyri, jafnvel með eingreiðslu afturvirkt. Eða ríkir ekki jafnræði meðal þegnanna á Íslandi?
Þannig spyr Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II, formaður Landssambands eldri borgara, í grein sem hún sendi vefnum til birtingar undir ofangreindri fyrirsögn. Grein Jónu Valgerðar í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni til vinstri.