Tenglar

30. desember 2011 |

Áramótabrenna og flugeldasýning - með fyrirvara

Kveikt verður í áramótabálkestinum á Reykhólum á venjulegum stað neðan við þorpið kl. hálfníu á gamlárskvöld - þó með fyrirvara um bæði vindáttina og vindstyrkinn. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Heimamanna byrjar svo um korteri seinna. Stíf suðvestanátt er óheppileg hvað brennuna varðar því að þá leggur svæluna yfir þorpið. Eins og sakir standa núna síðdegis á næstsíðasta degi ársins eru horfur þó allsæmilegar. Gert er ráð fyrir fremur hægri suðlægri átt - en skjótt skipast veður í lofti stundum. Þyki ekki ráðlegt að kveikja í kestinum að þessu sinni verður brennunni og flugeldasýningunni frestað fram á þrettándann. Ef frestun verður ákveðin einhvern tímann á morgun verður strax greint frá því hér á vefnum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31