28. desember 2016 | Umsjón
Áramótabrennan á Reykhólum
Áramótabrenna verður sem endranær neðan við þorpið á Reykhólum á gamlárskvöld, með venjulegum fyrirvara um veður. Kveikt verður í kestinum klukkan hálfníu. Fólk er beðið um að klæða af sér kuldann, hafa með sér góða skapið og öryggisgleraugu og jafnvel líka eitthvað svalandi að drekka ef vill.
Núna á miðvikudegi lítur út fyrir hagstætt veður í alla staði fyrir brennu og flugelda á Reykhólum á gamlárskvöld.
Flugeldasala björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi