Tenglar

1. janúar 2023 | Sveinn Ragnarsson

Áramótakveðja og yfirlit frá sveitarstjórn

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur birt yfirlit um störf og verkefni liðins árs og áramótakveðju.

 

Þar segir meðal annars:

Síðastliðið ár hjá Reykhólahreppi hefur bæði verið skemmtilegt og á sama tíma mikið af krefjandi verkefnum. Ný sveitarstjórn var kosin til starfa í sveitarfélaginu og hefur tekið til starfa. Sveitarstjórnina skipa Árný Huld Haraldsdóttir (oddviti), Jóhanna Ösp Einarsdóttir (varaoddviti), Hrefna Jónsdóttir, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir og Vilberg Þráinsson.

 

Sveitarstjóri Reykhólahrepps er Ingibjörg Birna Erlingsdóttir og hefur sinnt starfi sínu sem sveitarstjóri af heilindum og metnaði, því er mikið happ að hafa svo hæfa manneskju við störf fyrir sveitarfélagið.

 

Áskorun hefur verið fyrir sveitarfélagið að mæta húsnæðisþörf í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn hefur unnið að því að leita leiða til að mæta þessari þörf. Því fagnar sveitarstjórn því að úthlutað hefur verið byggingalóð að Hellisbraut 58-64.

 

Yfirlitið í heild er hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31