Tenglar

8. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Árás á landsbyggðina

Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður.
Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður.

„Ef sett eru upp landsbyggðargleraugu og rýnt í fjárlagafrumvarpið og skoðuð þau mál sem snúa að landsbyggðinni og niðurskurði á málaflokkum sem skipta dreifðar byggðir miklu máli, þá kemur fram að það er verið að gera ótrúlega aðför að landsbyggðinni,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, þingmaður NV-kjördæmis, meðal annars í grein sem hún sendi vefnum til birtingar undir ofanritaðri fyrirsögn. Í greininni telur hún upp fjölda dæma um skerðingu eða afnám fjárveitinga til verkefna á landsbyggðinni og segir síðan í lokin:

 

„Það er ekki hægt að segja að þessi upptalning sé landsbyggðarvæn og er þó aðeins stiklað á stóru. Sveitarstjórnarmenn víða á landsbyggðinni fórna líka höndum við lestur þessa frumvarps. Þeir kalla þetta frumvarp „Aðför að landsbyggðinni“ og tel ég það ekki vera ofmælt. Þingið hefur möguleika á að snúa ofan af þessari niðurrifsstefnu stjórnvalda gagnvart landsbyggðinni og treysti ég því að við getum tekið höndum saman um það réttlætismál.“

 

Grein Lilju Rafneyjar í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31