27. desember 2009 |
Árbók Barðastrandarsýslu komin út í 20. sinn
Árbók Barðastrandarsýslu kom út nú fyrir jólin í 20. sinn. Í bókinni er að finna mikinn fróðleik um Barðastrandarsýslu. Þær greinar sem birtast í Árbók Barðastrandarsýslu birtast fæstar annars staðar. Allar tengjast þær sýslunni þannig að þetta er kærkomið efni fyrir alla þá sem hafa áhuga á sögu og þjóðlegum fróðleik. Árbókin á erindi inn á hvert heimili í héraðinu og einnig hjá þeim sem eru ættaðir þaðan.
Bókin hefur þegar verið send til félagsmanna. Auk þess fæst hún keypt í verslunum í héraði, svo og í síma 846 4730.