12. júní 2009 |
Árlegt sundmót UDN í Grettislaug á mánudagskvöld
Sundmót Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) 2009 verður haldið í Grettislaug á Reykhólum á mánudag, 15. júní, og hefst kl. 17.30. Skráning er hjá Ingibjörgu í síma 848 4964 fyrir kl. 19 á sunnudagskvöld. Umf. Afturelding í Reykhólahreppi selur pylsur og ávaxtadrykk vægu verði. Keppt verður í eftirtöldum flokkum og greinum:
8 ára og yngri:
25 m bringusund
9-10 ára:
25 m bringusund
25 m baksund
11-12 ára:
50 m bringusund
25 m baksund
25 m skriðsund
13-14 ára:
50 m bringusund
50 m baksund
100 m bringusund
25 m skriðsund
15-16 ára:
50 m bringusund
50 m baksund
200 m bringusund
50 m skriðsund
17 ára og eldri:
50 m bringusund
50 m baksund
200 m bringusund
50 m skriðsund
25 m flugsund
100 m fjórsund (4x25 m) - flugsund, baksund, bringusund, skriðsund
4x50 m boðsund