23. apríl 2010 |
Arnarhjónin skiptast á að liggja á eggjunum
Unnið að viðhaldi á heimilinu.
Þau gleðilegu tíðindi - kannski þó ekki fyrir alla - hafa nú orðið, að arnarhjónin heimsfrægu í ótilgreindri eyju í Reykhólahreppi eru orpin og skiptast á að liggja á. Vonast er eftir sólríkri tíð þannig að vefmyndavélin við hreiðrið sem notast við sólarrafhlöður haldist gangandi. Myndavélin er nú í gangi við hreiðrið þriðja árið í röð. Í hitteðfyrra komu hjónin upp unga en í fyrra misfórst útungunin, eins og stundum gerist hjá erninum. Tengill inn á myndavélina er í dálkinum
Tenglar hér vinstra megin -
Arnarsetrið, smellið á vefmyndavél.
Það skal tekið fram, að tengiborðarnir þar birtast í handahófskenndri röð sem alltaf breytist þegar farið er inn á vefinn á ný. Tengill getur verið efst í dálkinum núna en síðan allt annars staðar næst.
Eins og flestir kannast líklega við eru það hjónin Signý M. Jónsdóttir og Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum við Gilsfjörð sem standa að þessu framtaki undir heitinu Arnarsetur Íslands.
Valgerður Guðleifsdottir, laugardagur 24 aprl kl: 20:19
Þetta eru og voru æðislegar myndir.