9. júlí 2009 |
Arnarmyndavélin senn færð að hreiðri með unga
Nú er í undirbúningi er að færa vefmyndavél Arnarseturs Íslands í Reykhólahreppi og setja hana upp við annað hreiður þar sem ungi er að komast á legg. Eins og fram hefur komið misfórst fjölgunin hjá arnarhjónunum í hreiðrinu þar sem myndavélin er núna. Ekki er enn vitað hvenær hægt verður að flytja vélina en það verður væntanlega áður en langt um líður. Búið er að fjarlægja eggin tvö úr hreiðrinu til að rannsaka þau. Engin ummerki voru um að þar hefði þriðja eggið verið sem ungi hefði komið úr eins og margir töldu sig hafa séð. Ef svo hefði verið hefðu að minnsta kosti átt að finnast brot úr skurn þó ekki væri annað.
Þegar myndavélin hefur verið sett upp á nýjum stað verður greint frá því hér á Reykhólavefnum.
07.07.2009 Var ungi í hreiðrinu eftir allt saman?