Tenglar

10. júní 2010 |

Arnarsetrið: Ungi að komast á legg

Að þessu sinni heppnaðist útungunin í arnarhreiðrinu margfræga í ónefndum hólma í Reykhólahreppi þar sem Arnarsetur Íslands er með vefmyndavél og þar er nú einum unga að vaxa fiður um hrygg. Vefmyndavél var fyrst sett við hreiðrið fyrir tveimur árum og þá komu arnarhjónin upp einum unga en á síðasta ári misheppnaðist útungunin og hjónin lágu á lengi eftir að ljóst var að um fúlegg væri að ræða.

 

Aðgangur að vefmyndavélinni á netinu kostar kr. 1.000 og gildir áskriftin í mánuð í senn. Hérna má komast inn á útsendingarvefinn en líka er tengill í dálkinum hér vinstra megin neðarlega (Arnarsetrið). Þegar komið er þar inn má finna niðri á miðri síðu borða með áletruninni Click here to buy access to the eagle webcam. Þegar smellt er á hann koma nánari upplýsingar í ljós.

 

Arnarsetur Íslands er framtak hjónanna Signýjar M. Jónsdóttur og Bergsveins Reynissonar á Gróustöðum við Gilsfjörð. Framtíðaraðsetur þess og sýningarstaður verður í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi.

 

Athugasemdir

hreiðar þórðarson, fimmtudagur 10 j�n� kl: 22:42

hefði verið gaman að kíkja á síðuna en fyrir 1000 kall nei takk látið ykkur nægja auglýsingar á syðunni til að dekka kostnað verðið slær h´tt í dagskrár áskrift að skjá 1 eða stöð tvö. í hvað fer aurinn? kanski æðarbænda ´á svæðinu?
kv.Hreiðar

Hlynur Jón Michelsen, f�studagur 11 j�n� kl: 00:42

Ánægjulegar fréttir þegar varp Arnarins heppnast.

Ísleifur Gíslason, f�studagur 11 j�n� kl: 01:46

Horfði mikið á þetta hreiður í fyrra og bauð vinum í útlöndum að sjá en dettur ekki hug að borga fyrir aðgang.

Aðalsteinn R Börnsson, f�studagur 11 j�n� kl: 01:51

Sveitavargurinn rukkar fyrir allt. Þegar hann á borga sjálfur þá hann ekki landið.

Gardar Eyjolfsson, f�studagur 11 j�n� kl: 05:13

Frábært framtak að setja upp vefmyndavél af arnarvarpinu. En að innheimta kostnað er bara okkur íslendingum of.

kv.
Garðar

Þórarinn, f�studagur 11 j�n� kl: 10:44

HVAÐA RUGL ER ÞETTA??

AMJ, f�studagur 11 j�n� kl: 13:23

Alveg merkilegt fólk sem vill allt frítt, það er yfirleitt kröfuharðast og frekast..
Gerið þið ykkur enga grein fyrir að þetta ævintýri kostar fullt af peningum?
Ef þetta er svona frábært framtak, af hverju styrkið þið það ekki?

nískupúkar

Magnús þorvaldsson, f�studagur 11 j�n� kl: 22:40

Bestu þakkir fyrir að fá að fylgjast með arnarbúskapnum. Sé ekki eftir sem svarar einum sígarettupakka á mánuði í það.
Mér fannst ég sjá 2 unga í kvöld. Samt ekki alveg 100 % viss.

Ólöf, laugardagur 12 j�n� kl: 09:22

finnst þetta frábært framtak og ekkert að því að leggja smá í púkkið .
Já ég er á sama máli og Magnús ég get ekki betur séð en þeir séu tveir !

Simmi, laugardagur 12 j�n� kl: 10:26

Allt í lagi að styrkja þetta málefni ef maður vissi að peningurinn færi beint í reksturinn á vefmyndavél eða til að styrja arnarvarpið á einhvern hátt.
1000 kall á mánuði! er samt allllltttt of mikið að mínu mati.

Sara, laugardagur 12 j�n� kl: 14:18

Svona ævintýri er ekki gefins og fólk búið að kosta hellings tíma og peningum í að gera okkur almúganum kleift að sjá þennan merkilega atburð. Það er þá bara þeirra missir sem ekki tíma að borga! Fólk eyðir nú peningunum í margt ómerkilegra og sér ekki eftir því. Gott framtak og kærar þakkir fyrir okkur.

Gísli, laugardagur 19 j�n� kl: 04:25

Frábært framtak og auðvitað á að rukka fyrir svona, þetta kostar jú allt saman og hver á að borga. Jú auðvitað þeir sem njóta þess!!!

En auðvitað á konungur fuglanna það skilið eftir að hafa verið hundeltur í öll þessi ár að skattpeningunum sé dælt í þetta uppbyggingarstarf svo við fáum þess notið "frítt"

Sá einn örn í Kollafirði í gær og mikið svakalega var hann flottur, annað skiptið á ævinni sem ég sé örn!!

Kærar þakkir fyrir gott starf.

Kristín Arnberg, �ri�judagur 22 j�n� kl: 09:11

Góðan daginn og takk fyrir að fá að fylgjast með þessum frábæru hjónum koma unga sínum á legg.Fékk að halda á einum svona þegar ég var erlendis í vetur hrigalega flottur fugl.Mörgum fynnst ekkert að því að borga fyrir að horfa á HM ég horfi frekar á þetta.Takk fyrir mig:o)

Elín Ásta Friðriksdóttir, �ri�judagur 22 j�n� kl: 21:08

Ég hef haft mikla ánæju að fylgjast með Arnarhjónunum. Alveg þess virði og ekki of mikið að borga þúsund krónur fyrir þá ánæju að fylgjast með þeim.
Þakka kærlega fyrir mig.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Apr�l 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30