Tenglar

29. júlí 2012 |

Arnarvarp gekk illa: Klögumálin ganga á víxl

Arnarungar í hreiðri. Ljósm. KHS.
Arnarungar í hreiðri. Ljósm. KHS.

Arnarvarpið í ár gekk afar illa við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Enginn ungi komst upp við norðanverðan Breiðafjörð og aðeins einn ungi er að verða fleygur um þessar mundir á Vestfjörðum. Þetta er annað árið í röð sem arnarvarp gengur illa. Til lengri tíma litið eru þó góðar horfur með arnarstofninn eftir tiltölulega góða viðkomu undanfarin tíu ár. Stofninn er í vexti og nokkur pör hafa helgað sér óðul á nýjum stöðum eða tekið sér bólfestu á fornum setrum, segir þar.

 

Á vef stofnunarinnar eru Sæferðir í Stykkishólmi sakaðar um að vera skaðvaldur fyrir arnarvarpið. Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins bregst harkalega við þeim ásökunum, sjá hér og hér.

 

Nánar hér á vef Náttúrufræðistofnunar.

 

Myndin af arnarungum í hreiðri sem hér fylgir er tekin af vef Náttúrufræðistofnunar. Ljósm. Kristinn Haukur Skarphéðinsson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31