Tenglar

16. júlí 2008 |

Arnarvarpið í ár heppnaðist vel

Þessa dagana fara fram merkingar á arnarungum og sýnataka úr hreiðrum hafarnarins á meginvarpsvæði hans við Breiðafjörð, þar sem tveir þriðju hluti stofnsins hefur varpstöðvar og búsetu. Róbert Arnar Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands er einn þeirra sem stunda rannsóknir og fylgjast með viðhaldi arnarstofnsins hér á landi og vinnur að merkingunum. Róbert segir ljóst að varpið hafi heppnast ágætlega í ár. Arnarstofninn hafi haldist vel við síðustu árin og til langs tíma verið í sókn. Talið er að 65 arnarpör séu nú hérlendis og alls sé stofninn á bilinu 200 til 250 fuglar.

 

Frá þessu er greint á vef Skessuhorns.

 

Breiðafjörðurinn er talinn mikilvægasta uppeldisstöð hafarnarins hér á landi. Það gerir grunnsævið mikla í öllum innanverðum Breiðafirðinum sem auðveldar fuglinum fæðuöflun. Alls eru merktir 33 arnarungar í ár, bæði við Breiðafjörðinn og á varpstöðvum á Vestfjörðum. Eru þær framkvæmdar á vegum Náttúrufræðistofnunar af starfsmönnum náttúrustofanna á svæðunum og fuglaáhugamönnum í lok varptímans. Vegna þessa fæst undanþága en öll umferð almennings er bönnuð á varptíma og einungis má koma í 500 metra nálægð við þekkta varpstaði.

 

Meira á vef Skessuhorns.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30