Tenglar

11. september 2009 |

Arnkötludalsvegur: Verkáætlun talin standast

„Það er bara verið að vinna á fullu. Bleytan hefur reyndar verið að stríða okkur svolítið“, segir Guðmundur Rafn Kristjánsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði um lagningu bundins slitlags á nýja veginn um Arnkötludal og Gautsdal milli Stranda og Reykhólahrepps. Guðmundur Rafn er deildarstjóri nýframkvæmda á norðvestursvæði og hefur síðustu dagana verið á vinnusvæðinu á Arnkötludal. Hann segir tilhæfulausan þann orðróm að líkur séu á því að verklokum muni seinka. Allar horfur séu á því að það standist sem áður hefur verið gefið út, að lokið verði við að leggja bundið slitlag á Arnkötludalsveg fyrir lok þessa mánaðar, svo framarlega sem tíðarfarið verði ekki þeim mun blautara og verra.

 

Þegar nýi vegurinn verður opnaður verður hægt í fyrsta sinn að aka á bundnu slitlagi alla leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.

 

Guðmundur Rafn tekur fram, að núna sé nýi vegurinn lokað vinnusvæði og alls ekki opinn fyrir almennri umferð.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30