24. júlí 2009 |
Arnkötludalsvegur akfær eftir rúman mánuð
Byrjað verður að klæða veginn um Arnkötludal í annarri viku ágústmánaðar. Hægt verður að aka hann um mánaðamótin ágúst-september, segir Ingileifur Jónsson verktaki. Vegurinn fer upp í 360 metra hæð og tengir saman Reykhólahrepp og Strandir. 35 manns vinna við verkið.
Þetta kom fram í Ríkisútvarpinu.
Þorgeir Samúelsson, mnudagur 27 jl kl: 19:50
Heimska Vestfirðinga ríður ekki við einteyming! Einn fjallveg til viðbótar sem nær upp í 360 metra hæð yfir sjó! Er ekki komin næg reynsla af farartálma yfir Steingrímsfjarðaheiði?
Er það ásættanlegt að reka fólk til fjalla til að komast á milli landshluta? Hvers eygum við að gjalda íbúar á Vestfjörðum að búa við 3 flokks vegakerfi? Nú segir einhver...þessi pislahöfundur er kengruglaður. Ég hefði haldið að nær hefði verið að fá jargöng úr botni Ísafjarðar yfir í Kollafjörð og brúa svo Þorskafjörð frá Melanesi yfir í Skútunaust á Reykjanesi....þannig hefðu norðurbyggðar fólk Vestfjarða ekið á láglendi alla leið til Bröttubrekku í Dölum... suður firðir Vestfjarða virðast aldrei vera nefndir á nafn þegar talað er um samgöngur hér vestra...af hverju? jú vegna þess að núverandi og fyrverandi samgönguráðherrar haf lifað í vonini að þessi byggðalög væru að fara í eyði! Kaldhænislegt að halda þessu fram...en þetta eru ekki getgátur...heldur heilagur sannleykur!....best væri að grafa þennan kjálka frá meginlandinu og selja svo aðgang að Vestfjörðum...Fáránlegar tillögur og ákvarðanir samgöngu mála hér á Vestfjörðum eyga mestann þátt í fólks fækkunn...kanski líka pólitískar ákvarðannir til að færa byggð til suð-vestur hornsins? Veit að svar við því fæst aldrei....hvar eru svo sveitastjórnar menn þessara byggðalaga...? sofandi í hengirúmi?....það heirðist ekki orð frá þeim við ákvöruðun um að virkja einn fjallveginn enn? það er komið árið 2009 og einhver hefði haldið að hægt væri að aka í nýju hjólfari...nota nýjar lausnir...grafa jarðgöng...brúa og nota fallvötn fjarðanna til að framleiða rafmagn...þá fyrst væri hægt að tala um Orkubú Vestfjarað sem stofnun...ekki sem upptöku heimili...gæti þá sagt með stollti að hér væri verið að framleiða rafmagn á vistvænan hátt...Skora á alla hér á Kjálkanum að láta í sér heyra og sætta sig ekki við 3 flokks samgöngur!
Kv.
ÞS