Ársreikningur Reykhólahrepps fyrir 2007 - góð útkoma
Ársreikningur 2007 fyrir Reykhólahrepp var tekinn til seinni umræðu í hreppsnefnd 30. maí og var hann samþykktur.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 282,6 millj.kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 238,9 millj.kr.
Rekstrartekjur A hluta námu 183,5 millj.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 134,2 millj.kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 37,7 millj.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 1,1 millj.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 38,7 millj.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 10,7 millj.kr.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi A og B hluta nam 319,0 millj.kr. en eigið fé A hluta 315,1 millj.kr.
Laun og launatengd gjöld í A og B hluta námu alls 139,3 millj.kr. og í A hluta alls 82,8 millj.kr.
Íbúar Reykhólahrepps 1. desember 2007 voru 266 og fjölgaði þeim um 15 frá fyrra ári.
Ársreikningurinn í heild sinni er undir STJÓRNSÝSLA > Ársreikningar í valmyndinni til vinstri.