Tenglar

30. apríl 2011 |

Ársskýrsla Ferðamálastofu komin út

Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2010 er komin út. Í skýrslunni er farið yfir þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á síðasta ári, en talsverðar breytingar urðu bæði á starfi hennar og ytra umhverfi. Víðtækustu breytingarnar urðu á sviði markaðsmála, en með stofnun Íslandsstofu fluttist erlend markaðssetning þangað. Veruleg aukning varð á ýmsum sviðum, til dæmis í útgáfu leyfa til skipuleggjenda ferða.

 

Rannsóknir og kannanir eru sem kunnugt er mikilvæg forsenda allrar áætlanagerðar, segir á vef stofnunarinnar. Ferðamálastofa sér um talningu á ferðamönnum sem koma til landsins, skipt eftir þjóðernum. Á árinu voru einnig kynntar niðurstöður könnunar á ferðalögum Íslendinga innanlands og könnunar meðal erlendra ferðamanna. Útgáfumál voru talsvert fyrirferðarmikil og má þar nefna útgáfu vandaðrar handbókar um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum.

 

Starf að umhverfismálum var fjölbreytt sem fyrr. Meðal annars var úthlutað styrkjum til úrbóta á ferðamannastöðum líkt og verið hefur. Þróunar- og gæðamál skipa æ stærri sess og má þar nefna flokkun gististaða og tjaldsvæða, námskeiðahald, kynningafundi og fleira. Síðast en ekki síst má nefna nýja gæða- og umhverfiskerfið sem fékk nafnið Vakinn. Undirbúningur að innleiðingu þess hélt áfram af fullum krafti á árinu.

 

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2010 (pdf)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31