Ársskýrsla Ferðamálastofu komin út
Rannsóknir og kannanir eru sem kunnugt er mikilvæg forsenda allrar áætlanagerðar, segir á vef stofnunarinnar. Ferðamálastofa sér um talningu á ferðamönnum sem koma til landsins, skipt eftir þjóðernum. Á árinu voru einnig kynntar niðurstöður könnunar á ferðalögum Íslendinga innanlands og könnunar meðal erlendra ferðamanna. Útgáfumál voru talsvert fyrirferðarmikil og má þar nefna útgáfu vandaðrar handbókar um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum.
Starf að umhverfismálum var fjölbreytt sem fyrr. Meðal annars var úthlutað styrkjum til úrbóta á ferðamannastöðum líkt og verið hefur. Þróunar- og gæðamál skipa æ stærri sess og má þar nefna flokkun gististaða og tjaldsvæða, námskeiðahald, kynningafundi og fleira. Síðast en ekki síst má nefna nýja gæða- og umhverfiskerfið sem fékk nafnið Vakinn. Undirbúningur að innleiðingu þess hélt áfram af fullum krafti á árinu.
Ársskýrsla Ferðamálastofu 2010 (pdf)