Tenglar

15. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Asbest í fleiri húsum en Sæmundarhúsinu

Asbest getur leynst víða í eldri húsum.
Asbest getur leynst víða í eldri húsum.

Örn Elíasson læknir í Bandaríkjunum sendi vefnum póst í tilefni af frétt um Sæmundarhúsið á Reykhólum. Hann er ýmsum hnútum kunnugur á Reykhólum, fæddist þar árið 1951 og átti þar heima til ellefu ára aldurs, sonur Sigurðar Elíassonar tilraunastjóra. Örn segir að sér finnist það skylda sín að hafa samband út af þessu. Þar tilgreinir hann ákveðin fleiri hús á Reykhólum og í grennd þar sem asbest hafi einnig verið notað og segir að fara þurfi að öllu með mjög mikilli gát þegar verið sé að vinna við eða rífa hús þar sem svo er háttað.

 

„Asbest er mjög hættulegt og getur valdið sjúkdómi í lungum og sér í lagi lungnakrabba og krabba í fleiðru í brjóstholi. Líklega er best að hafa samband við Vinnueftirlitið hvernig má fara að þessu. Því miður sé ég mjög marga hér í Baltimore sem hafa farið illa út úr þessu. Vinsamlegast komdu þessu til skila,“ segir Örn í tilskrifi sínu.

 

Sæmundarhúsið á Reykhólum gert í stand

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31