Tenglar

5. júlí 2011 |

„Áskorun á Vegagerðina“

Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.

„Áður hef ég rökstutt ítarlega þá skoðun varðandi leiðarval í Reykhólahreppi, að vegfylling skuli gerð yfir Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. Að mínu áliti ber Vegagerðinni að athuga veglínu í flæðarmáli neðan sjávarbakka við Þorskafjörð í landi Þórisstaða, Grafar og Hallsteinsness. Þar eru víða gróðurlitlir melar og klettar í um 30-40 m hæð yfir sjó. Sú leið er á náttúruminjaskrá eins og flestar fjörur við Breiðafjörð. Má þar nefna veginn í friðlandi í Vatnsfirði og veg í umhverfismati um Kjálkafjörð og Mjóafjörð.“ Þetta segir Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal, sem búsettur er á Reykhólum, meðal annars í grein hér á vefnum undir fyrirsögninni Áskorun á Vegagerðina, en erindið hefur einnig verið sent Vegagerðinni og fleirum.

 

„Ég átti leið um Kollafjörð. Þar var tjaldur orpinn í vegkantinum, rólegur á hreiðri sínu undir vegriðinu. Fuglalíf heldur áfram þótt vegir séu lagðir. Það er kominn tími til að Vegagerðin kanni þessa veglínu sem raunhæfan kost. Það verður aðeins gert með því að leggja kostnað í mælingar og hönnun auk rannsókna á efnisnámum á leiðinni. Því þarf að ljúka áður en Alþingi kemur saman í haust og fjallar um samgönguáætlun“, segir Kristinn einnig.

 

Sjá grein hans í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31