Tenglar

15. febrúar 2011 |

Áskorun til þingmanna um vegamál í Reykhólahreppi

Smellið á kortið til að stækka það.
Smellið á kortið til að stækka það.
Meðal annars í versluninni Hólakaupum á Reykhólum liggur frammi undirskriftalisti með hvatningu til þingmanna að samþykkja frumvarp um uppbyggingu tiltekins hluta Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp. Undirskriftalisti þessi er runninn undan rifjum áhugafólks í Vesturbyggð, þar á meðal Magnúsar Ólafs Hanssonar, verkefnastjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Yfirskrift listans er „Áskorun til alþingismanna NV-kjördæmis“ en textinn í haus hans er á þessa leið:

 

„Við undirrituð íbúar Vestfjarða hvetjum alla alþingismenn NV-kjördæmis að samþykkja framkomið frumvarp til laga um uppbyggingu Vestfjarðavegar nr. 60. Með því að leggja umræddan veg samkvæmt svokallaðri B-leið [í Reykhólahreppi - innskot] verði hagsmunir okkar best tryggðir. Það er mat okkar íbúa, að af þeirri framkvæmd verði ekki, nema um hana verði sett sérstök löggjöf sem ýti til hliðar óverulegum einkahagsmunum sem hafa stöðvað framkvæmdir til þessa, en tryggi hins vegar hagsmuni heils landshluta. Byggð á Vestfjörðum þolir ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Stuðningur við umrætt frumvarp er mikilvæg yfirlýsing um vilja alþingismanna til að vinna fyrir okkur, íbúa Vestfjarða og kjósendur í NV-kjördæmi.“

 

Sjá nánar:

26.01.2011  Vilja uppbyggingu Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp

08.02.2010  Vesturbyggð vill leið B við Þorskafjörð

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30