Tenglar

30. september 2011 |

Áslaug flytur fyrirlestur á ráðstefnu Háskóla Íslands

Áslaug Berta Guttormsdóttir ásamt dóttur sinni Sigurdísi Egilsdóttur.
Áslaug Berta Guttormsdóttir ásamt dóttur sinni Sigurdísi Egilsdóttur.

Áslaug B. Guttormsdóttir sérkennari á Reykhólum er meðal fyrirlesara á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, sem haldin er í dag. Áslaug er á lokastigi til meistaragráðu í sérkennslufræðum við skólann. Ráðstefnan er að þessu sinni haldin undir heitinu Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun. Tilgangur Menntakviku er „að skapa mennta- og uppeldisstéttum vettvang til að kynnast nýbreytni í rannsókna- og þróunarstarfi sem unnið er í skólum landsins og innan háskólaumhverfisins.“ Í nóvember mun Áslaug síðan kenna ásamt leiðsögukennara sínum á námskeiði í Háskóla Íslands sem nefnist Barnavernd - hvað er börnum fyrir bestu? Efnið sem Áslaug fjallar þar um er Börn og unglingar í fóstri.

 

Fyrirlestur Áslaugar í dag ber heitið „Þau eru alltaf að fara“ - Hver er upplifun fósturbarna af tímabundinni skólagöngu? Hann er byggður á rannsókn Áslaugar þar sem athuguð er upplifun fósturbarna í skóla sem þau sækja um skeið vegna tímabundinnar fósturráðstöfunar og hver reynsla þeirra er af samvinnu, þátttöku og valdeflingu varðandi eigin málefni. Fræðilegur styrkur er sóttur til félagslegrar hugsmíðahyggju, nýrrar sýnar á miðbernskuna og réttindi barna og sjónarhorns sem viðurkennir börn sem þátttakendur í rannsóknum.

 

Innlendar rannsóknir á skólagöngu fósturbarna eru fáar. Erlendar rannsóknir sýna aftur á móti að fósturbörn eru með viðkvæmustu hópum skólabarna. Þau eiga undir högg að sækja á öllum sviðum og vandi þeirra er margvíslegur og alvarlegur. Samskiptaleysi félagslega kerfisins og skólakerfisins gerir stöðu þeirra enn bágbornari. Þó er ljóst að farsæld þeirra til framtíðar felst í menntun. Aftur á móti virðist það markmið ekki nást nema með samhentu átaki og „sóknaráætlun“ varðandi skólagöngu þeirra.

 

Athugasemdir

Ingvar Samuelsson, fstudagur 30 september kl: 14:04

Góðan dag. Flott gangi þer vel , bara æðislegt. kv Ingvar Samuelsson

Áslaug B. Guttormsdóttir, laugardagur 01 oktber kl: 13:22

Takk fyrir það, Ingvar! Þetta gekk vel. - Áslaug.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30