26. september 2015 |
Assa: Opið hús á hverju miðvikudagskvöldi
Fyrsta opna hús vetrarins hjá Handverksfélaginu Össu (stofnað 1994) verður í Vogalandi í Króksfjarðarnesi á miðvikudaginn, 30. september kl. 20, og síðan á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Allir eru hjartanlega velkomnir að vera með. Ekki þarf að ganga í félagið til að mega koma, sýna sig og sjá aðra, eins og stundum er sagt. Það sem fengist er við er prjón, hekl, saumur, kortagerð og spil eða þá bara spjall og margt fleira.
Endilega lítið inn á nýju síðuna og „lækið“ við hana!