Tenglar

2. janúar 2012 |

Assa útdeilir ágóðanum - og minnir á opnu húsin

Kolfinna Ýr, Erla Björk og Guðmundur.
Kolfinna Ýr, Erla Björk og Guðmundur.
1 af 2

Daginn fyrir gamlársdag afhenti Handverksfélagið Assa Kvenfélaginu Kötlu og Lionsklúbbnum í Reykhólahreppi ágóðann af sölu á Bóka- og nytjamarkaði sínum í Króksfjarðarnesi á árinu 2011. Salan nam 160 þúsund krónum, sem skiptust jafnt milli félaganna tveggja. Erla Björk Jónsdóttir gjaldkeri Össu afhenti Kolfinnu Ýri Ingólfsdóttur f.h. Kvenfélagsins Kötlu og Guðmundi Ólafssyni f.h. Lionsklúbbsins féð.

 

Bóka- og nytjamarkaðurinn starfar á þann hátt, að fólk gefur hluti til að selja. Á markaðnum eru m.a. bækur, fatnaður, skór og veski og allt milli himins og jarðar í styttum og öðrum skrautmunum. Allar bækur eru á sama verði og kosta 200 krónur. Annað er ekki verðmerkt heldur segir fólk sjálft hvað það vill borga fyrir hlutina. Hér sannast að það sem einum er rusl getur öðrum verið fjársjóður.

 

Afraksturinn rennur allur til góðgerðamála í heimabyggð. Þó að nytjamarkaðurinn sé lokaður í vetur er alltaf tekið á móti varningi. Ef fólk þarf að losna við bækur eða föt eða aðra muni af hvaða tagi sem er á nytjamarkaðinn, hafið þá endilega samband við Erlu Björk (892 7897), Sóley (895 7763) eða Svein (894 7771). Markaðurinn verður opnaður að nýju í júní.

 

„Við viljum líka minna á opnu húsin okkar sem verða núna annað hvert þriðjudagskvöld frá 17. janúar og út veturinn. Þau eru í Vogalandi í Króksfjarðarnesi og byrja kl. 20. Allir eru velkomnir og ekki þarf að vera skráður félagi“, segir Erla Björk.

 

Handverksfélagið Assa sendir öllum sínum góðu handverksfélögum og velunnurum nær og fjær bestu nýársóskir. Megi nýja árið færa ykkur föndurgleði og hamingju í hjarta.

 

Sjá einnig:

27.09.2011  „Yndislegar samverustundir“ á opnum húsum Össu

18.06.2011  ASSA opnaði markað sinn á þjóðhátíðardaginn

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31