Tenglar

4. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Ásta Sjöfn gegnir starfi skólastjóra

Ásta Sjöfn og Guðmundur.
Ásta Sjöfn og Guðmundur.
1 af 2

Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir á Litlu-Grund í Reykhólasveit hefur tekið við skólastjórn á Reykhólum í fæðingarorlofi Önnu Gretu Ólafsdóttur skólastjóra. Ásta Sjöfn byrjaði að kenna í Reykhólaskóla árið 1999 sem leiðbeinandi og gerði það þá í tvo vetur. „Í framhaldi af því tók ég þá ákvörðun að mig langaði til að verða kennari þegar ég yrði stór og fór í Kennaraháskólann. Ég flutti aftur vestur árið 2003 þó að ég væri ekki búin með skólann og fór að kenna á Reykhólum þá um haustið og hef starfað þar nánast samfellt síðan, með tveimur fæðingarorlofshléum. Vorið 2006 útskrifaðist ég sem grunnskólakennari,“ segir hún.

 

„Starfið leggst ágætlega í mig enda er ég með frábært starfsfólk með mér. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og mun gera mitt besta til að skila því vel af mér,“ segir Ásta Sjöfn.

 

Á fyrri myndinni er Ásta Sjöfn ásamt Guðmundi Ólafssyni eiginmanni sínum. Á hinni myndinni er hún með afmælisgjöfunum sínum, eins og hún kallar þessi börn vinnufélaga og fyrrverandi vinnufélaga. Þetta eru þau Ingólfur Birkir, sonur Kolfinnu Ýrar Ingólfsdóttur, kennara við Reykhólaskóla, og Ásdís Vera, dóttir Júlíu Guðjónsdóttur, fyrrverandi skólastjóra. Bæði fæddust þau á afmælisdeginum hennar, 9. nóvember. Sjálf eiga þau Ásta Sjöfn og Guðmundur þrjá syni. Fyrir átti Ásta dótturina Heklu Karen, sem núna er komin rétt yfir tvítugt.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31