Tenglar

29. maí 2010 |

Ásta Sjöfn með flest atkvæði í hreppsnefnd

Þrír af fimm fráfarandi hreppsnefndarmönnum í Reykhólahreppi báðust undan endurkjöri að þessu sinni en tveir voru endurkjörnir, þeir Gústaf Jökull Ólafsson og Sveinn Ragnarsson. Flest atkvæði í kosningunum í dag hlaut Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir en einnig voru Eiríkur Kristjánsson og Andrea Björnsdóttir kosin í hreppsnefndina.

 

Á kjörskrá í Reykhólahreppi voru 208 manns. Atkvæði greiddu 129 eða 62%.

 

Atkvæðafjöldi þeirra fimm sem hlutu kosningu sem aðalmenn í hreppsnefnd Reykhólahrepps er þessi:

        Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir - 82 atkvæði

        Gústaf Jökull Ólafsson - 75 atkvæði

        Eiríkur Kristjánsson - 64 atkvæði

        Andrea Björnsdóttir - 58 atkvæði

        Sveinn Ragnarsson - 55 atkvæði

 
Varamenn eru þessir og í þessari röð:
        Björn Samúelsson
        Eygló Kristjánsdóttir
        Eggert Ólafsson
        Vilberg Þráinsson
        Áslaug Guttormsdóttir

Athyglisvert má telja, að ekki var neitt utankjörfundaratkvæði. Einn seðill var auður og enginn ógildur. Engin vísa kom upp úr kassanum að þessu sinni.
 

Athugasemdir

Dalli, laugardagur 29 ma kl: 20:41

Óska þeim velfarnaðar í starfi og skora á þau að standa sig.

Ingvar, laugardagur 29 ma kl: 22:50

Óska níu fólki til hamingju í sveitastjórn Reykhólahrepps og velfarnaðar í starfi. Kveðja Ingvar Samúelsson

steinar Pálmason, laugardagur 29 ma kl: 23:10

Til hamingju með árangurinn, gott fólk.

Guðrún G, laugardagur 29 ma kl: 23:39

Vil óska nýrri sveitastjórn til hamingju.

Torfi Sigurjóns., sunnudagur 30 ma kl: 00:30

Nú er að bretta upp ermar og hefjast handa, til hamingu gott fólk....

Þrymur Sveinsson, sunnudagur 30 ma kl: 11:13

Glæsilegt! Til hamingju með þetta

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31