Ástand sem ekki er hægt að una við
Þetta segir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður m.a. í grein undir fyrirsögninni Langþráður draumur rætist, sem finna má heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin. Meginefni greinar Einars eru þau tímamót sem orðin eru með tilkomu vegarins um Arnkötludal og Gautsdal.
Einnig segir þar:
„Endalaus flækjustig, tilefnislausar kærur, meinbægni, stórfurðulegir stjórnvaldsúrskurðir og makalaus dómsniðurstaða á lægra dómstigi. Allt hefur þetta orðið til þess að tefja málin, þegar fyrir lá að fjárveiting var til staðar til verksins. Þetta er einfaldlega ólíðandi. Þess vegna verður það að gerast jafnskjótt og mál skýrast varðandi úrskurði ráðherra og dómsmál, að farið verði í framkvæmdir á þessari leið. Við annað verður ekki unað."