Tenglar

16. október 2009 |

Ástand sem ekki er hægt að una við

„En það verkefni sem nú er tvímælalaust brýnast á Vestfjörðum og sem þolir bókstaflega enga bið er sjálfur Vestfjarðavegur, nr. 60, þjóðleiðin frá aðalþjóðvegakerfinu og um Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslu. Þar er hins vegar aðra og sorglegri sögu að segja. Í sem stystu máli þá grúfir yfir þeim málum algjör óvissa og stöðnun. Þar er þó um að ræða verkefni sem má fullyrða sé hvað brýnast í vegamálum í landinu. Vegir á þessum slóðum eru einfaldlega ekki nokkrum manni bjóðandi. Þeir standa í vegi fyrir allri uppbyggingu á öllum sunnanverðum Vestfjörðum, hvort sem það er um að ræða á sviði atvinnulífsins, nýsköpunar eða sjálfsagðra mannlegra samskipta. Þetta er einfaldlega ástand sem er ekki hægt að una við.“

 

Þetta segir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður m.a. í grein undir fyrirsögninni Langþráður draumur rætist, sem finna má heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin. Meginefni greinar Einars eru þau tímamót sem orðin eru með tilkomu vegarins um Arnkötludal og Gautsdal.

 

Einnig segir þar:

 

„Endalaus flækjustig, tilefnislausar kærur, meinbægni, stórfurðulegir stjórnvaldsúrskurðir og makalaus dómsniðurstaða á lægra dómstigi. Allt hefur þetta orðið til þess að tefja málin, þegar fyrir lá að fjárveiting var til staðar til verksins. Þetta er einfaldlega ólíðandi. Þess vegna verður það að gerast jafnskjótt og mál skýrast varðandi úrskurði ráðherra og dómsmál, að farið verði í framkvæmdir á þessari leið. Við annað verður ekki unað."

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31