5. maí 2011 |
„Ástand vega er klárlega verst á Vestfjörðum“
Tuttugu og fimm hættulegustu vegakaflar landsins eru allir utan höfuðborgarsvæðisins ef miðað er við slysatíðni, þar af flestir á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkis- og samgönguráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar alþingismanns um slysatíðni á þjóðvegum. „Ástand vega er klárlega verst á Vestfjörðum og það er til skammar. Við verðum að reyna að hysja upp um okkur buxurnar í þeim málum“, sagði Sigmundur Ernir í umræðum á Alþingi.
16.03.2010 Taka undir áhyggjur af töfum á vegabótum