Ástar-Brandur og konan á póstkortinu?
Guðbrandur Jónsson, öllu betur þekktur sem Ástar-Brandur, fæddist árið 1882 á Brandsstöðum í Reykhólasveit. Brandsstaðir eru fyrir löngu komnir í eyði en voru milli Hamarlands og Staðar á Reykjanesi. Myndin sem hér fylgir er af póstkorti í eigu Dóru Sigvaldadóttur frá Hafrafelli í Reykhólasveit. Upplýsingar um konuna sem er með Guðbrandi á myndinni væru vel þegnar.
Það er að segja: Hvort heldur hér er um að ræða einhverja Reykhólamey eða þá einhverja ótengda stúlku, íslenska eða útlenska, sem ósvífinn ljósmyndari hefur skeytt saman við mynd af Guðbrandi okkar.
Aftan á kortinu virðist móta óljóst fyrir letri og línum, sem ekki hefur tekist að ráða fram úr.
Ástar-Brandur var landskunnur á sínum tíma. Hann var eins og stundum er sagt „kynlegur kvistur“. Háttalag hans bar þess merki (léttleiki og gamansemi hvarvetna - og misjafnlega heppnað, að fólki fannst) að honum liði hreint ekki vel. Slíkt er að vísu ekki einskorðað við þá sem eru taldir með öllu „kynlegir kvistir“.
Tekið skal fram, að heitið Ástar-Brandur gaf hann sér sjálfur, þannig að hér er ekki um niðrun að ræða.
Nefna mætti, að Guðbrandur Jónsson var móðurbróðir Játvarðar Jökuls heitins Júlíussonar á Miðjanesi. Líka var hann náskyldur manninum sem þessa stundina fæst við vef Reykhólahrepps.
Á næstu dögum má vænta hér á vef Reykhólahrepps nánari upplýsinga um Ástar-Brand og fleiri mynda af honum undir Ljósmyndir, myndasyrpur - Gamlar myndir.
Þrymur Sveinsson, mnudagur 11 febrar kl: 21:13
Gersemi - hvar er bakhliðin með letrinu sem á að ráða?