Tenglar

11. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Ástar-Brandur og konan á póstkortinu?

1 af 2

Guðbrandur Jónsson, öllu betur þekktur sem Ástar-Brandur, fæddist árið 1882 á Brandsstöðum í Reykhólasveit. Brandsstaðir eru fyrir löngu komnir í eyði en voru milli Hamarlands og Staðar á Reykjanesi. Myndin sem hér fylgir er af póstkorti í eigu Dóru Sigvaldadóttur frá Hafrafelli í Reykhólasveit. Upplýsingar um konuna sem er með Guðbrandi á myndinni væru vel þegnar.

 

Það er að segja: Hvort heldur hér er um að ræða einhverja Reykhólamey eða þá einhverja ótengda stúlku, íslenska eða útlenska, sem ósvífinn ljósmyndari hefur skeytt saman við mynd af Guðbrandi okkar.

 

Aftan á kortinu virðist móta óljóst fyrir letri og línum, sem ekki hefur tekist að ráða fram úr.

 

Ástar-Brandur var landskunnur á sínum tíma. Hann var eins og stundum er sagt „kynlegur kvistur“. Háttalag hans bar þess merki (léttleiki og gamansemi hvarvetna - og misjafnlega heppnað, að fólki fannst) að honum liði hreint ekki vel. Slíkt er að vísu ekki einskorðað við þá sem eru taldir með öllu „kynlegir kvistir“.

 

Tekið skal fram, að heitið Ástar-Brandur gaf hann sér sjálfur, þannig að hér er ekki um niðrun að ræða.

 

Nefna mætti, að Guðbrandur Jónsson var móðurbróðir Játvarðar Jökuls heitins Júlíussonar á Miðjanesi. Líka var hann náskyldur manninum sem þessa stundina fæst við vef Reykhólahrepps.

 

Á næstu dögum má vænta hér á vef Reykhólahrepps nánari upplýsinga um Ástar-Brand og fleiri mynda af honum undir Ljósmyndir, myndasyrpur - Gamlar myndir.

 

Athugasemdir

Þrymur Sveinsson, mnudagur 11 febrar kl: 21:13

Gersemi - hvar er bakhliðin með letrinu sem á að ráða?

Guðjón D. Gunnarsson, mnudagur 11 febrar kl: 21:21

Ég kynntist Ástar-Brandi bara lítillega, enda 60 ára aldursmunur. Honum leið oft illa, en faldi það með gamanseminni. Hann hlaut eitthvert skipbrot ungur í ástamálum, sem ég man ekki.
Göngulagið man ég: Eins og Jón Atli.

Bergsveinn G Reynisson, mnudagur 11 febrar kl: 23:00

Einn af þektari sonum þessa héraðs. það hafa verið reist minnismerki um ómerkari menn.

Umsjónarmaður vefjarins (hþm), rijudagur 12 febrar kl: 02:10

Myndvinnsla getur leitt sitthvað í ljós sem augað greinir illa eða ekki. Hún getur einnig leitt í ljós, að það sem óskhyggja augans taldi sig greina er ekki til staðar. Hér hefur verið bætt við skerptri mynd af bakhlið póstkortsins (mynd nr. 2). Þar sést hefðbundin lóðrétt lína og hægra megin eru línur fyrir nafn og heimilisfang viðtakanda, og ekkert annað. Hvorki upplýsingar um myndina á framhlið, ljósmyndarann eða útgefanda kortsins, né heldur neitt annað.

Ingi Bergþór Jónasson, rijudagur 12 febrar kl: 14:08

ég sá Ástar-Brand þegar ég var að alast upp á Múla ,heirði líka margar sögur um hann og samskifti hans við sveitunganna ,kanski ætti einhver góður penni að taka að sér að safna öllum sögum um hann og aðra kynlega kvisti og gefa það út í bókarformi .

Þröstur Reynisson, rijudagur 12 febrar kl: 23:25

Er ekki búiðað "fótósjoppa" Brand inn á Póstkortið?
Hann er í miklu skarpari fókus en konan. Hún er líka greinilega með suðrænt garðblóm í hendi og að flestu framandi í útliti.
Næstum viss að hann kom aldrei nálægt þessari konu.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31