Tenglar

13. október 2009 |

Athöfn á nýja veginum um Arnkötludal

Góðir grannar hittust í Arnkötludal í haust.
Góðir grannar hittust í Arnkötludal í haust.
Vegurinn um Arnkötludal verður opnaður formlega kl. 15 á morgun, miðvikudag, þótt meira en hálf önnur vika sé liðin frá því að hann var opnaður fyrir umferð. Til stóð að gera þetta á föstudag en því var frestað sakir veðurs. Við athöfnina mun Kristján L. Möller samgönguráðherra klippa á borða til merkis um formlega opnun vegarins auk þess sem hann afhjúpar skjöld í tilefni þess að nú er hægt að aka á bundnu slitlagi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Athöfnin fer fram þar sem vegurinn er hæstur í Arnkötludal en hugsanlegt er að hún verði færð niður undir vegamótin nær Hólmavík verði veður ekki þokkalegt uppi. Að athöfninni lokinni verður gestum boðið í samsæti í Félagsheimilinu á Hólmavík.

 

Með tilkomu þessa vegar verða ákveðin tímamót í samgöngusögu Vestfjarða. Undanfarin ár hafa staðið yfir miklar vegaframkvæmdir í Ísafjarðardjúpi og nýlega var lokið mikilli framkvæmd með vígslu brúar yfir Mjóafjörð. Við opnun vegarins um Arnkötludal eru norðanverðir Vestfirðir loksins tengdir hringveginum með bundnu slitlagi alla leið. Vegurinn styttir einnig leiðina frá Ísafirði og Hólmavík til Reykjavíkur um 42 km.

 

Ákveðið hefur verið að vegurinn um Arnkötludal verði hluti Djúpvegar (61) en hann lá áður frá Brú í Hrútafirði og norður Strandir. Vegurinn um Strandir mun því fá nýtt vegnúmer (68) og nýtt nafn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30