Athuga hagkvæmni sjávarfallavirkjunar
Fyrirtækið JGKHO ehf. fékk útgefið rannsóknarleyfi til athugunar á virkjun sjávarfalla undir þverun Gilsfjarðar í Dalabyggð og Reykhólasveit. Það var gefið út 26. febrúar 2021 og gildir til 25. febrúar 2026, vegna áætlana um allt að 30 MW sjávarfallavirkjun. Samkvæmt leyfisbréfinu skulu rannsóknir hefjast innan eins árs frá útgáfu leyfisins og vera lokið áður en leyfið fellur úr gildi.
Í umsókn um rannsóknarleyfið kemur fram að rannsaka eigi hagkvæmni þess að nýta rennsli í og úr Gilsfirði innan Vestfjarðavegar sem nú fellur undir brú á veginum. Virkjun yrði mögulega staðsett við núverandi vegstæði sem hefur þverað fjörðinn frá því skömmu fyrir síðustu aldamót. Einnig á að kanna heppilega staðsetningu fyrir mögulega virkjun og önnur mannvirki og þörf fyrir flutningsvirki.
Stjórnarformaður JGKHO ehf er Jón Guðni Kristinsson eigandi jarðarinnar Króksfjarðarness, en vegurinn yfir Gilsfjörðinn kemur á land í Króksfjarðarnesi að norðanverðu.
Fjallað er um þetta á mbl.is