Tenglar

20. desember 2021 | Sveinn Ragnarsson

Athuga hagkvæmni sjávarfallavirkjunar

Horft suður yfir Gilsfjörð
Horft suður yfir Gilsfjörð
1 af 3

Fyrirtækið JGKHO ehf. fékk útgefið rann­sókn­ar­leyfi til athugunar á virkj­un sjáv­ar­falla und­ir þver­un Gils­fjarðar í Dala­byggð og Reyk­hóla­sveit. Það var gefið út 26. fe­brú­ar 2021 og gild­ir til 25. fe­brú­ar 2026, vegna áætl­ana um allt að 30 MW sjáv­ar­falla­virkj­un. Sam­kvæmt leyf­is­bréf­inu skulu rann­sókn­ir hefjast inn­an eins árs frá út­gáfu leyf­is­ins og vera lokið áður en leyfið fell­ur úr gildi.

Í um­sókn um rann­sókn­ar­leyfið kem­ur fram að rann­saka eigi hag­kvæmni þess að nýta rennsli í og úr Gils­firði inn­an Vest­fjarðaveg­ar sem nú fell­ur und­ir brú á veg­in­um. Virkj­un yrði mögu­lega staðsett við nú­ver­andi veg­stæði sem hef­ur þverað fjörðinn frá því skömmu fyr­ir síðustu alda­mót. Einnig á að kanna heppi­lega staðsetn­ingu fyr­ir mögu­lega virkj­un og önn­ur mann­virki og þörf fyr­ir flutn­ings­virki.

 

Stjórnarformaður JGKHO ehf er Jón Guðni Kristinsson eigandi jarðarinnar Króksfjarðarness, en vegurinn yfir Gilsfjörðinn kemur á land í Króksfjarðarnesi að norðanverðu.

 

Fjallað er um þetta á mbl.is

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31