25. október 2009 |
Athugasemdir varðandi Skóga í Þorskafirði
„Að gefnu tilefni sé ég ástæðu til að senda smápistil inn á Reykhólavefinn til að fjalla um tvö atriði, sem athygli mín hefur verið vakin á og tengjast Skógum og okkur sem þar erum að störfum“, segir Böðvar Jónsson í Skógum við Þorskafjörð. Annars vegar segir Böðvar að þess misskilnings virðist hafa gætt, að eigendur Skóga leggi við því bann að fólk af svæðinu fari inn í Hnausaskóg, gangi þar um og njóti gróðursins og skjólsins sem þar er að finna. Hins vegar segir Böðvar að nýlega hafi ákveðinn einstaklingur í sveitinni sett fram við hann snarpa gagnrýni vegna þess að gamli bærinn í Skógum var brenndur á sínum tíma.
Grein Böðvars má lesa í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin. Fyrirsögn hennar er Til nágranna og sveitunga í Reykhólahreppi.
Fyrstu þrjár myndirnar sem hér fylgja eru teknar á „örfoka“ melunum í Skógum við Þorskafjörð en hin síðasta er af greinarhöfundinum Böðvari Jónssyni.