Tenglar

11. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Átt þú rétt á styrk vegna vöruflutninga?

Á Vestfjörðum getur styrkurinn numið allt að 20% af flutningskostnaði samkvæmt lögum nr. 160/2011 um svæðisbundna flutningsjöfnun. Fulltrúar Byggðastofnunar verða með kynningarfund vegna umsókna um flutningsjöfnunarstyrki fimmtudaginn 14. mars kl 14 í fundarsal Þróunarsetursins á Ísafirði.

 

Hægt verður að taka þátt í fundinum gegnum fjarfundabúnað á Hólmavík og Patreksfirði. Ef áhugi kemur fram í Reykhólahreppi mun sveitarstjóri leita eftir því hvort ekki verði líka hægt að taka þátt í fundinum gegnum fjarfundabúnað á Reykhólum.

 

Á heimasíðu Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is) má finna upplýsingar um flutningsjöfnunarstyrki sem gagnlegt er að fara í gegnum fyrir fund.

 

Umsóknarfrestur um styrki er til 31. mars en opnað verður fyrir umsóknir á allra næstu dögum.

 

Nánari upplýsingar veita Anna Lea Gestsdóttir hjá Byggðastofnun í síma 455-5433 og 660-5544 (anna@byggdastofnun.is) og Jón Páll Hreinsson hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða í síma 450 3051 og 8994311 (jonpall@atvest.is).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31