Tenglar

31. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Átta börn á einu ári

Auglýsing frá 1958.
Auglýsing frá 1958.

Ein af vinsælli gamanmyndum sem sýndar hafa verið hérlendis nefndist á íslensku Átta börn á einu ári. Hún var fyrst sýnd í Tjarnarbíói í Reykjavík árið 1958 og síðan öðru hverju í bíóum syðra næstu fimmtán árin og lengur úti á landi. Núna mætti nota þennan sama titil um börnin sem fæddust íbúum Reykhólahrepps á árinu sem er að kveðja: Átta börn á einu ári.

 

Birtar hafa verið hér á vefnum myndir af fjórum fyrstu börnunum og þeirra fólki - sjá hér, hér, hér og hér, auk þess einu barni sem tengist Reykhólum sterkum böndum þó að foreldrarnir eigi þar ekki lögheimili (sjá hér). Þess má vænta, að börnunum sem eftir eru verði gerð sambærileg skil hér á vefnum á næstu dögum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29