Tenglar

30. desember 2009 |

Átta heilbrigðisstofnanir renna saman í eina

Núna um áramótin verða átta heilbrigðisstofnanir að einni undir nafninu Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Ein af stofnununum í þessum samruna er Heilsugæslustöðin Búðardal, sem meðal annars þjónar Reykhólahreppi. Hinar sjö eru Heilbrigðisstofnunin Akranesi, Sankti Franciskusspítalinn Stykkishólmi, Heilsugæslustöðin Borgarnesi, Heilsugæslustöðin Grundarfirði, Heilsugæslustöðin Ólafsvík, Heilbrigðisstofnunin Hólmavík og Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga.

 

Fram kemur á vef Skessuhorns, að hin nýja stofnun hafi nú gert samning um að tengjast yfir víðnet hjá Símanum. Þetta geri henni kleift að samnýta upplýsingakerfi sín og ná fram talsverðri hagræðingu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31