7. febrúar 2011 |
Átta sóttu um stöðu verkefnastjóra BSV
Átta sóttu um stöðu verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða (BSV) um málefni fatlaðra, en Reykhólahreppur á aðild að samlaginu. Verið er að undirbúa viðtöl og standa vonir til þess að gengið verði frá ráðningu í vikunni. Stofnfundur Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðra var haldinn í Þróunarsetrinu á Ísafirði á Þorláksmessu. Þar var samþykktur samningur um stofnun samlagsins, sem hefur yfirumsjón með málaflokknum eftir að hann færðist frá ríki til sveitarfélaga um áramótin. Verkefnastjóra BSV er ætlað að hafa umsjón og eftirlit með framkvæmd nýs þjónustusamnings málefna fatlaðra og bera ábyrgð á honum gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn BSV.
Aðilar að Byggðasamlagi Vestfjarða eru, auk Reykhólahrepps, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur, Árneshreppur, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur.
23.12.2010 Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Vestfjörðum