Tenglar

7. janúar 2011 |

Áttatíu ára afmælisfagnaður á Reykhólum

Herdís Erna og Ingibjörg gera honnör í Selárdal.
Herdís Erna og Ingibjörg gera honnör í Selárdal.
Herdís Erna Matthíasdóttir og Ingibjörg Þór á Reykhólum efna til samkvæmis og hafa opið hús í matsal Reykhólaskóla annað kvöld, laugardagskvöldið 8. janúar. Tilefnið er fertugsafmæli þeirra beggja um þessar mundir og þannig eru þær áttræðar samanlagt. Ingibjörg varð fertug 27. desember en Herdís Erna verður fertug núna á sunnudag, 9. janúar. Fagnaðurinn hefst kl. 20. Þetta á að verða heljarinnar partí, eins og önnur þeirra komst að orði.

 

Í boði verður súpa, brauð og meðlæti. Boðið verður upp á bjór með matnum en gestir eru hvattir til að hafa með sér drykkjarföng af öðru tagi, ef svo ber undir.

 

Þess má minnast, að sjálfur kóngurinn Elvis Presley átti afmæli 8. janúar. Þess vegna væri kannski ekki úr vegi að bregða eins og einu lagi með honum í tækin ef tök væru á slíku ...

 

Á myndinni eru þær stöllur í Selárdal við Arnarfjörð á góðri stund með eitt af líkneskjum listamannsins einstæða Samúels Jónssonar á milli sín. Þrátt fyrir textann undir myndinni er maðurinn í miðjunni væntanlega ekki að „gera honnör“ heldur að skyggja hendi fyrir sól og huga að skipaferðum.

 

Athugasemdir

Malla Hríshóli, laugardagur 08 janar kl: 17:19

Sælar dömur!

Bestu afmæliskveðjur, gangi ykkur allt í haginn.

kveðja Malla

Sveinn Þórarinsson, rijudagur 11 janar kl: 20:48

Til hamingju með háan aldur ungu stúlkur :)

Kv.
Sveinn

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31