Tenglar

2. nóvember 2010 |

Áttatíu umsóknir um styrki

Leifur Ragnar Jónsson formaður Menningarráðs og Jón Jónsson menningarfulltrúi.
Leifur Ragnar Jónsson formaður Menningarráðs og Jón Jónsson menningarfulltrúi.
Áttatíu umsóknir um styrki bárust Menningarráði Vestfjarða að þessu sinni en umsóknarfrestur rann út á sunnudag. Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, segir að um sé að ræða svipaðan fjölda umsókna og undanfarin ár. „Þetta er blanda af litlum verkefnum og stórum og skemmtilegum hugmyndum sem sprengikraftur er í og við erum glaðir með þátttökuna. Nú tekur við tími þar sem Menningarráðið fer yfir umsóknirnar, vegur og metur bæði verkefnin og umsóknirnar en þetta þarf að fara saman, þ.e. að verkefnin séu spennandi og umsóknirnar vel unnar. Ráðið tekur sér mánuð í þessa yfirlegu þannig niðurstöður verða sjálfsagt kynntar um næstu mánaðamót“, segir Jón og bætir við að Menningarráð hafi afhent vilyrði fyrir styrkjum við athöfn sem haldin hefur verið víðs vegar í fjórðungnum og fyrirhugað sé að halda þeirri hefð áfram.

 

Sjóðurinn hefur um 15 milljónir króna til ráðstöfunar í þetta sinn og segir Jón að starfsemi ráðsins sé nokkuð trygg þrátt fyrir mikinn niðurskurð í fjárlögum. „Í fjárlögum sem nú liggja fyrir þinginu er gert ráð fyrir áframhaldandi starfi menningarráðanna og nú er verið að vinna að samningi við menntamálaráðuneytið um hvernig starfinu verði háttað til framtíðar. Hugsanlega verður um einhvern niðurskurð að ræðan en það á ekki að leggja starfsemina niður eins óttast var um í sumar“, segir Jón.

 

bb.isd

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31