Tenglar

5. febrúar 2015 |

Átthagafélögin keppa í þriðja sinn

Gauti Eiríksson að stjórna keppninni í Breiðfirðingabúð í fyrra.
Gauti Eiríksson að stjórna keppninni í Breiðfirðingabúð í fyrra.

Spurningakeppni átthagafélaganna hefur fest sig í sessi og verður nú haldin þriðja árið í röð. Hún verður í Breiðfirðingabúð eins og áður og verður sýnt frá henni á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Fyrsta umferðin verður fimmtudagskvöldið 19. febrúar en lokasennan þremur vikum síðar eða 12. mars. Nítján lið keppa og hafa aldrei verið fleiri. Athygli hefur vakið hversu stór hluti þessara félaga er og hefur alltaf verið skipaður fólki með átthaga á svæðinu frá Breiðafirði og norður um Vestfirði.

 

Höfundur spurninga, spyrill og dómari verður eins og í fyrri skiptin Gauti Eiríksson, kennari og leiðsögumaður frá Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit.

 

Félögin sem keppa eru þessi:

  • Átthagafélag Héraðsmanna
  • Átthagafélag Strandamanna
  • Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík
  • Barðstrendingafélagið
  • Bolvíkingafélagið
  • Breiðfirðingafélagið
  • Dýrfirðingafélagið
  • Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra
  • Félag Djúpmanna
  • Húnvetningafélagið
  • Ísfirðingafélagið
  • Norðfirðingafélagið
  • Patreksfirðingafélagið
  • Siglfirðingafélagið
  • Skaftfellingafélagið
  • Súgfirðingafélagið
  • Svarfdælir og Dalvíkingar
  • Vopnfirðingafélagið
  • Þingeyingafélagið

Facebooksíða keppninnar

 

Sjá einnig:

► 06.04.2014 Spurningakeppnin: Breiðfirðingar í þriðja sæti

► 25.04.2013 Breiðfirðingafélagið sló alla út í spurningakeppninni

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31