Tenglar

18. desember 2008 |

Atvest: Sérstök áhersla á Reykhólahrepp

Magnús Ólafs Hansson.
Magnús Ólafs Hansson.

Stefnt er að því að gera samstarf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (Atvest), Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps markvissara og samræma það og tengja starfið einnig sérstaklega við Reykhólahrepp. Gerður hefur verið samningur milli Atvest og sveitarfélaganna í Vestur-Barðastrandarsýslu þess efnis, að Magnús Ólafs Hansson, sem áður var starfsmaður sveitarfélaganna, verður starfsmaður Atvest. Um er að ræða stöðugildi sem sveitarfélögin hafa aðgang að til atvinnumálaverkefna.

Eins og greint hefur verið frá hafa með fjölgun í starfsliði Atvest skapast forsendur til að vinna mun nánara með einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á suðursvæði Vestfjarðakjálkans. Sérstök áhersla verður lögð á Reykhólahrepp og samstarf við stjórnsýslu og fyrirtæki þar.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31