Tenglar

16. febrúar 2016 |

Auðlindir að láni frá börnunum

Þarinn fær ljós og næringarefni hjálparlaust og mannshöndin kemur ekki nærri, - náttúran sér um þessa endurnýjun. Þetta er oft kallað þjónusta náttúrunnar. Annað dæmi er vöxtur skóga, - þeir taka upp koltvísýring og rigningu og skóglendið stækkar hjálparlaust. Fiskistofnar hrygna og bæta við nýjum árgangi á hverju ári.

 

Sjálfbær uppskera er fengin með því að taka ekki meira en stofninn gefur af sér hverju sinni. Að nota jarðvarmann hér á sjálfbæran hátt er því að nota ekki meira en það magn af heitu vatni sem hitnar og streymir fram hverju sinni.

 

Þessi staða ætti að haldast fram til næstu kynslóða því hinir fullorðnu hafa einmitt fengið allar auðlindir að láni frá börnum sínum.

 

- Ofanritað er úr nýju pistilkorni frá Maríu Maack undir fyrirsögninni Auðlindir Reykhóla eru ekki auðar lindir, sem lesa má hér og undir tenglinum Skot Soffíu frænku í dálkinum hægra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31