Tenglar

14. október 2011 |

Auglýsing í dagblöðum: Láglendisveg strax!

Eyrún Ingibjörg, Andrea, Ögmundur og Ásthildur á fundinum í gær. Ljósm. mbl.is Golli / Kjartan Þorbjörnsson.
Eyrún Ingibjörg, Andrea, Ögmundur og Ásthildur á fundinum í gær. Ljósm. mbl.is Golli / Kjartan Þorbjörnsson.
1 af 2

„Á síðustu árum og áratugum hefur mun minna fjármagni verið varið til vegagerðar á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum. Það er staðreynd. Nú er svo komið að byggð á sunnanverðum Vestfjörðum er í hættu vegna lélegra og erfiðra samgangna og öryggi vegfarenda er stefnt í voða. Láglendisvegur um Gufudalssveit sem leggur af erfiða fjallvegi um Hjallaháls og Ódrjúgsháls hefur verið á áætlun Vegagerðarinnar í sjö ár. Vegna deilna um vegstæði er þessi sjálfsagða vegabót nú í uppnámi.“

 

Ofanritað er hluti texta stórrar auglýsingar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag, sem þær Andrea Björnsdóttir, oddviti Reykhólahrepps, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, skrifa undir. Yfirskriftin er Láglendisveg strax! og ávarpsorðin Háttvirtu þingmenn.

 

Lokaorðin í auglýsingunni eru þessi:

 

„Láglendisvegur er eina lausnin í samgöngumálum svæðisins og hefja þarf vinnu við hann sem allra fyrst, ef byggð á ekki að leggjast af á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta mál þolir ekki bið. Við treystum á stuðning þingmanna úr öllum kjördæmum í þessu mikilvæga byggða- og samfélagsmáli.“

 

Í gær gengu þær Andrea, Ásthildur og Eyrún Ingibjörg á fund Ögmundar Jónassonar ráðherra og ræddu þessi mál við hann. Að mati þeirra var fundurinn góður og fram hefði komið gagnkvæmur skilningur á málum. Vonir stæðu til að sameiginleg niðurstaða næðist.

 

Umrædda blaðsíðu í Morgunblaðinu í dag má sjá hér og lesa auglýsinguna í heild (pdf).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31