Auglýsing um Alþingiskosningar 25. sept 2021
Auglýsing um kjörfund vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021
Kjörstaður í Reykhólahreppi verður á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a á Reykhólum.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00.
Kjörskrá Reykhólahrepps liggur frammi á skrifstofu hreppsins, Maríutröð 5a á afgreiðslutíma til kjördags. Athugasemdir eða óskir um leiðréttingar berist sveitarstjóra eins fljótt og mögulegt er.
Upplýsingar um lög um kosningar til Alþingis má m.a. nálgast á vefnum kosning.is. Þar má líka finna leiðbeiningar til kjósenda um framkvæmd kosninganna, kosningarétt og atkvæðagreiðslu.
Skylt er að framvísa skilríkjum sé þess óskað. Kjósendur eru því sérstaklega minntir á að hafa skilríki meðferðis.
Kjörstjórn Reykhólahrepps
Steinunn Ó. Rasmus, formaður
Sveinn Ragnarsson
Sandra Rún Björnsdóttir