Tenglar

27. apríl 2016 |

Auglýsing um Vinnuskóla Reykhólahrepps 2016

Vinnuskóli verður starfandi sumarið 2016 frá 1. júní til og með 6. júlí, með þeim fyrirvara að næg þátttaka náist. Flokksstjóri verður Jóhanna Ösp. Rétt til starfa í skólanum hafa börn fædd 2000-2003, nemendur í Reykhólaskóla skólaárið 2015-2016. Hámarksfjöldi nemenda verður 14.

 

Helstu verkefni verða sem fyrr:

  • Garðsláttur
  • Hreinsun opinna svæða
  • Viðhaldsverkefni og annað tilfallandi

 

Gert er ráð fyrir að 15 ára og eldri vinni með vélorfi og við erfiðari störf.

 

Umsóknareyðublað

Reglur Vinnuskólans

 

Eyðublaðið og reglurnar liggja einnig frammi á skrifstofu Reykhólahrepps.

 

Hægt er að skila umsóknum á skrifstofuna eða senda í netfangið skrifstofa@reykholar.is.

 

Umsóknarfrestur er til 13. maí.

 

Athugið að foreldri eða forráðamaður þarf að undirrita umsóknina.

 

Nánari upplýsingar í síma 430 3200 / 698 2559.

 

Vinsemd og virðing eru höfð að leiðarljósi í vinnuskólanum.

 

Launataxtar 

13 ára – fædd 2003    553 kr.klst.

14 ára – fædd 2002    638 kr.klst.

15 ára – fædd 2001    731 kr.klst.

16 ára – fædd 2000    884 kr.klst.

 

Vinnutími er 5 stundir á dag, kl. 9-14.

 

– Reykhólahreppur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31